Skátar í stökustu vandræðum í stormi

Alls taka 5.142 skátar frá um 100 löndum þátt í …
Alls taka 5.142 skátar frá um 100 löndum þátt í skátamótinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skát­ar sem eru hér á landi á fjöl­mennu skáta­móti lentu í stök­ustu vand­ræðum vegna hvassviðris sem gekk yfir Suður­landið í gær. Í Hvera­gerði leitaði hóp­ur skáta inn í gróður­hús en á Sel­fossi fuku og eyðilögðust tug­ir tjalda hjá skát­un­um. Tjón á stór­um tjöld­um og búnaði hef­ur ekki enn verið metið. 

„Veðrið í gær­kvöldi og nótt kom mörg­um er­lend­um skát­um á óvart, enda veðurhæðin meiri en þeir eiga að venj­ast í heima­lönd­um sín­um. Í gær­kvöldi voru tjald­búðirn­ar á Sel­fossi tekn­ar niður og all­ir flutt­ir í skóla í ná­grenn­inu. Unnið er að því að flytja búðirn­ar á Úlfljóts­vatn eft­ir dag­skrá í kvöld enda koma all­ir 5.000 skát­arn­ir á Úlfljóts­vatn á morg­un.“ Þetta er haft eft­ir Her­manni Sig­urðssyni, fram­kvæmd­ar­stjóra Banda­lags Íslenskra skáta, í til­kynn­ingu. 

Fram­kvæmdaaðilar móts­ins hafa unnið hörðum hönd­um í morg­un við að aðstoða skát­ana við að fá nauðsyn­leg­an viðlegu­búnað, ým­ist lánaðan eða keypt­an. Von­ir standa til að í kvöld verði búið að leysa þetta vanda­mál, seg­ir jafn­framt í til­kynn­ingu. 

All­ir 5.000 skát­ar koma sam­an við hátíðlega at­höfn á Úlfljóts­vatni á morg­un, laug­ar­dag, kl. 20.

Skát­arn­ir vinna að fjöl­breytt­um verk­efn­um í sjálf­boðaliðastörf­um víða um land. Þeir eru meðal ann­ars við stíga­gerð við Selja­lands­foss og í Reykja­dal svo fátt eitt sé nefnt.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert