Kynhlutlausir leikskólar í Svíþjóð

Frá Stokkhólmi.
Frá Stokkhólmi. Wikipedia/David Gubler

Árið 1998 setti sænska mennta­málaráðuneytið fram breyt­ing­ar­til­lögu þess efn­is að öll skóla­stig ættu að koma á kyn­hlut­lausri náms­stefnu og kennslu­hátt­um. Í leik­skól­um lands­ins er núna bannað að ýta und­ir stöðluð kyn­hlut­verk til þess að börn­in fái að þróa sig áfram á sínu áhuga­sviði án þrýst­ings frá um­hverf­inu um stöðluð kynja­hlut­verk.

Þykja sænsk­ir leik­skóla­kenn­ar­ar sér­lega meðvitaðir um þetta og er kyn­hlut­lausa per­sónu­for­nafnið „hen“ („hán“ á ís­lensku) notað í mörg­um skól­um í dag­legu tali.

Byggt á lýðræðis­hug­mynd

Lotta Rajalin stofnaði Egalia, fyrsta kyn­hlut­lausa leik­skóla Svíþjóðar, í Södermalm-hverf­inu í Stokk­hólmi árið 2010 og vakti skól­inn strax at­hygli fyr­ir það að nota ekki per­sónu­for­nöfn­in „hann“ og „hún“ held­ur hvetja börn­in til að segja „vin­ur“, „fólk“ eða nota kyn­hlut­lausa for­nafnið „hen“ í staðinn. Skól­inn á ekki bæk­ur sem sýna stöðluð kyn­hlut­verk eða skil­greina hlut­verk kynj­anna, held­ur not­ast þess í stað á við bæk­ur sem sýna fjöl­breytt­ar fjöl­skyldu­gerðir; sam­kyn­hneigð pör, ein­stæða for­eldra og ætt­leidd börn. Dúkk­ur leik­skól­ans eru af öll­um kynþátt­um og kyn­laus­ar, og seg­ir Rajalin að börn­in spyrji aldrei hvers kyns þær séu enda séu þau ekk­ert að velta sér upp úr því. Lita­notk­un er held­ur ekki tengd kynj­um.

Rajalin stofnaði skól­ann með þá lýðræðis­hug­mynd að leiðarljósi að öll börn hafi rétt til þess að vera það sem þau eru og það sem þeim finn­ist þau vera, óháð kyni, þjóðfé­lags­stétt eða kyn­hneigð. „Þetta er spurn­ing um and-mis­mun­un,“ seg­ir Rajalin í ný­legri heim­ild­ar­mynd „Raised Wit­hout Gend­er“.

Mögu­lega auk­in vel­gengni

Sam­kvæmt lít­illi rann­sókn sem birt­ist í Journal of Experi­mental Child Psychology hafa rann­sak­end­ur við Há­skól­ann í Upp­söl­um kom­ist að því að börn sem ganga í kyn­hlut­laus­an leik­skóla séu lík­legri til þess að leika við ókunn­ug börn af gagn­stæðu kyni, og ólík­legri til að verða fyr­ir áhrif­um af kynjuðum staðalí­mynd­um en börn sem ganga í hefðbundn­ari leik­skóla.

Ben Kenw­ard, rann­sak­andi í sál­fræði við Há­skól­ann í Upp­söl­um og Oxford Brookes-há­skól­ann, stýrði rann­sókn­inni og út­skýrði í sænsk­um fjöl­miðlum að niður­stöðurn­ar sýndu að þótt kyn­hlut­laus­ir leik­skól­ar drægju ekki úr til­hneig­ingu barn­anna til að flokka fólk eft­ir kyni, drægju þeir hins veg­ar úr til­hneig­ingu til að draga álykt­an­ir byggðar á staðalí­mynd­un og kynjam­is­mun­un, og að slíkt gæti fjölgað mögu­leik­un­um sem standa börn­un­um til boða í framtíðinni.

Hann legg­ur til að framtíðar­rann­sókn­ir ættu að reyna að finna út hvort kyn­hlut­laus­ir leik­skól­ar stuðluðu að auk­inni vel­gengni, þar sem ým­is­legt í rann­sókn­inni hafi bent til þess. Við rann­sókn­ina voru nem­end­ur þaðan t.d. mun opn­ari fyr­ir að prófa nýja hluti en börn­in í hefðbundnu leik­skól­un­um. „Þar sem börn þrosk­ast í gegn­um leik og sam­skipti við fé­laga sína, og mörg leik­föng sem stuðla að aukn­um þroska eru vana­lega kynjuð, þá er það skyn­sam­leg álykt­un að kyn­hlut­laus­ar kennsluaðferðir séu lík­leg­ar til að auka við þroska barn­anna og vel­gengni í framtíðinni.“

Eldri rann­sókn­ir styðja þessa álykt­un hans.

Kyn­hlut­laus­ir leik­skól­ar eru ennþá sjald­gæf­ir, jafn­vel í Svíþjóð sem er fjórða sæti á heimsvísu þegar kem­ur að jafn­rétti kynj­anna.

Tak­mark­an­ir fjar­lægðar

Rajalin sem tók for­yst­una hef­ur vit­an­lega orðið fyr­ir gagn­rýni fyr­ir sín­ar fram­sæknu aðferðir, og seg­ist fá fjöld­ann all­an af bréf­um og tölvu­póst­um, auk þess að lesa blogg þar sem hún sé gagn­rýnd. Í viðtali við New York Times sagði hún: „Það eru ekki mik­il rök í þess­ari gagn­rýni, þetta er mest­megn­is reiði.“

Rajalin finnst ekk­ert sjálf­sagðara en að fjar­lægja handa­hófs­kennd­ar tak­mark­an­ir á því sem börn geti kynnt sér og sam­sama sig við. Að halda börn­um opn­um fyr­ir öllu því sem lífið hef­ur upp á að bjóða er ein af lyk­il­hug­mynd­um sem skólastarf þeirra bygg­ist á. „Við erum ekki að taka neitt frá börn­un­um. Við erum þvert á móti að að auka við reynslu­heim þeirra.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert