Hálendisvaktin orðin að ómissandi hlekk

Hálendisvaktin að störfum við að losa bíl úr á suðaustan …
Hálendisvaktin að störfum við að losa bíl úr á suðaustan við Réttarhnúk í Jökuldölum. Oft eru ökumenn ókunnugir aðstæðum sem þessum. Ljósmynd/Arnar Gunnarsson

Hálendisvakt Landsbjargar er í fullum gangi, en hún mun standa til loka ágústmánaðar. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag að hálendisvaktin sé orðin að ómissandi hlekk í íslenskri ferðaþjónustu.

Vaktin sinnti rétt rúmlega tvö þúsund atvikum í fyrra. Fjórðungur þeirra telst til þeirra þriggja flokka sem teljast til alvarlegustu atvika, að sögn Jónasar.

Spurður hvernig þetta sumar sé að þróast svarar Jónas að nóg sé nú að gera hjá liðsmönnum hálendisvaktarinnar. „Hóparnir á flestum stöðum sinna nokkrum atvikum á dag. Þá er nokkrum sinnum búið að flytja slasaða einstaklinga til móts við sjúkrabíl og flytja nokkra með þyrlu,“ segir Jónas.

Tilraunaverkefni með tilkomu viðbragðsvaktar í Skaftafelli hófst fyrir um tveimur vikum. Jónas segir verkefnið fara ágætlega af stað. Nokkuð sé um minniháttar atvik, en til þessa hafa þó ekki komið upp meiriháttar óhöpp á svæði hálendisvaktarinnar. Þá segir Jónas þörf á viðveru björgunarsveita í Skaftafelli. Það verði þó betur metið eftir sumarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert