Hélt að Björt hefði beðið um leyfi

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að myndataka Bjartar Ólafsdóttur í þingsal Alþingis hafi verið smekklaus og beri vott um dómgreindarbrest og virðingarleysi.

Hann segir jafnframt að það hafi komið honum á óvart að ráðherrann hafi ekki beðið um leyfi fyrir myndatökunni.

„Allir þingmenn eiga að vita að þú notar ekki þingsalinn með þessum hætti hvort sem það er til að auglýsa fatnað, morgunkorn eða smurolíu,” skrifar Gunnar Bragi á Facebook-síðu sinni.

Viktor Orri Valgarðsson.
Viktor Orri Valgarðsson. Ljósmynd/Píratar

Misbeiting á forréttindastöðu

Píratinn Viktor Orri Valgarðsson hrósar Björtu á Facebook-síðu sinni fyrir að hafa beðist afsökunar en áður hafði hann gagnrýnt hana fyrir að misnota „pólitíska forréttindastöðu” sína með því að nýta sér aðgengi sitt að Alþingi. „Að nýta það aðgengi til að auglýsa einkafyrirtæki í eigu vinkonu þinnar er ekkert annað en misbeiting á þeirri stöðu,” skrifaði hann.

Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV, kemur Björtu til varnar og segist ekki nenna að horfa upp á að „þróttmikið hæfileikafólk sé sett á skotskífuna”.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í auglýsingunni.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í auglýsingunni. Ljósmynd/Instagram-síða Galvan London
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert