Hélt að myndin væri „fótósjoppuð“

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. mbl.is/Golli

Skrif­stofu­stjóri Alþing­is hélt fyrst að ljós­mynd sem birt­ist á sam­skipt­asíðunni In­sta­gram af Björt Ólafs­dótt­ur um­hverf­is- og auðlindaráðherra í sal Alþing­is hafi verið „fótó­sjoppuð”.

Mynd­in var notuð í aug­lýs­inga­skyni fyr­ir breska tísku­vörumerkið Gal­van London. Sól­veig Kára­dótt­ir, list­rænn stjórn­andi vörumerk­is­ins, er vin­kona Bjart­ar.

„Ósköp leiðin­legt“

„Ég get ekki meinað þing­manni að fara inn í þingsal­inn, hvernig svo sem hann er á sig kom­inn eða bú­inn, en hitt er aug­ljóst mál að þessi mynda­taka er í ein­hverj­um und­ar­leg­um til­gangi, sem er óskyld­ur þing­störf­un­um. Það þykir mér ósköp leiðin­legt,” seg­ir Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, í sam­tali við mbl.is.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í auglýsingunni.
Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra í aug­lýs­ing­unni. Ljós­mynd/​In­sta­gram-síða Gal­van London

Hann fékk mynd­ina senda frá Frétta­blaðinu fyr­ir helgi, þar sem frétt um mynda­tök­una birt­ist í morg­un. Fyrst hélt Helgi að mynd­in hafi verið sett sam­an í tölvu, sér­stak­lega vegna þess sal­ur Alþing­is hef­ur verið lokaður und­an­farn­ar vik­ur vegna viðhalds­fram­kvæmda á gólfi í Skál­an­um. Hann hef­ur núna verið opnaður aft­ur.

„Við höf­um ekki orðið vör við nein­ar manna­ferðir þarna að ráði síðustu vik­ur. Þess vegna kom þetta mér líka á óvart,” seg­ir hann og tel­ur úti­lokað að mynd­in hafi verið tek­in á meðan fram­kvæmd­irn­ar stóðu yfir. 

Hafi sal­inn ekki til einka­nota

Aðspurður tel­ur Helgi að Björt hefði mátt spyrja þing­verði álits vegna mynda­tök­unn­ar, þó svo að hún hafi strangt til tekið ekki brotið nein­ar regl­ur. Sam­kvæmt þeim má ekki taka mynd­ir inni í þingsaln­um en það má taka mynd­ir inn í sal­inn, utan frá. „Al­mennt er ekki gert ráð fyr­ir því að þing­menn hafi sal­inn til einka­nota, eins og til dæm­is að mynda sig fyr­ir próf­kjörsaug­lýs­ing­ar og þess hátt­ar. Það hef­ur ekki verið þannig og það hafa all­ir verið sátt­ir við það, og skilið að ann­ars fer í óefni.”

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra.
Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert

Þjóðarsal­ur, ekki bara vinnuaðstaða

Kem­ur til greina að breyta ein­hverj­um regl­um vegna þessa at­viks?

„Nei, það hef­ur ekki verið talað um það en það reyn­ir stöðugt á þess­ar regl­ur vegna þess að tækn­inni fleyg­ir fram. Fólk átt­ar sig, held ég, ekki alltaf á því að þingsal­ur­inn er ekki bara vinnuaðstaða. Hann er þjóðarsal­ur sem þjóðin tel­ur sig eiga sam­eig­in­lega, og menn sem starfa á þingi mega ekki fara með hann eins og þeir vilja sjálf­ir,” seg­ir Helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert