Myndirnar átti aldrei að nota til að selja kjóla

Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra hefur þegar beðist afsökunar á því dómgreindarleysi …
Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra hefur þegar beðist afsökunar á því dómgreindarleysi að myndatakan færi fram í þingsal. mbl.is/ Hanna Andrésdóttir

Hug­mynd­in með því að taka mynd­ir af Björt Ólafs­dótt­ur í kjól frá tísku­fyr­ir­tæk­inu Gal­vanLondon í sal Alþing­is var „aldrei sú að nota þær til að selja kjóla úti í hinum stóra heimi“, seg­ir í árétt­ingu, sem Morg­un­blaðinu hef­ur borist frá Sól­veigu Kára­dótt­ur, stofn­anda Gal­vanLondon. „Hug­mynd­in var sú að nota Gal­vanLondon til þess að þjóna ís­lensk­um kon­um, ekki ís­lenska konu til þess að  þjóna Gal­vanLondon.“

Árétt­ing­in hljóðar svo í heild sinni:

„Til árétt­ing­ar:

Fyr­ir nokkr­um árum stofnaði ég ásamt vin­kon­um mín­um tveim­ur tísku­fyr­ir­tæki sem heit­ir Gal­vanLondon sem hann­ar og býr til fín­an klæðnað á kon­ur. Vör­ur frá fyr­ir­tæk­inu eru nú í um það bil 70 þekkt­ustu tísku­vöru­versl­un­um heims og mynd­ir af fræg­um kon­um beggja vegna Atlants­hafs­ins klædd­ar í föt­in okk­ar birt­ast reglu­lega í heim­spress­unni. Þegar við Björt Ólafs­dótt­ir vin­kona mín og ráðherra lét­um taka af henni mynd­ir í ein­um af kjól­un­um okk­ar í sal­arkynn­um Alþing­is var hug­mynd­in aldrei sú að nota þær til þess að selja kjóla út í hinum stóra heimi vegna þess að þrátt fyr­ir ótrú­lega mikla verðleika hef­ur hún lík­lega ekki það til að bera sem sel­ur kjóla utan Íslands sem er ekki á markaðssvæði Gal­vanLondon.

Hug­mynd­in var að sýna heim­in­um ís­lenska konu sem sam­ein­ar það að vera ung og fal­leg og glæsi­leg og sterk og gáfuð og kjark­mik­il, sýna heim­in­um konu sem hef­ur sýnt langt nef þeim karlrembukúltúr sem ríður röft­um í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Hug­mynd­in var sú að nota Gal­vanLondon til þess að þjóna ís­lensk­um kon­um, ekki ís­lenska konu til þess að  þjóna Gal­vanLondon, með því að sýna heim­in­um hvernig ís­lensk­ar kon­ur geta risið til valda í okk­ar kyrk­ings­legu stjórn­mál­um þrátt fyr­ir æsku og feg­urð.

Sól­veig Kára­dótt­ir“

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í kjól Galvan í þingsal.
Björt Ólafs­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra í kjól Gal­van í þingsal. Ljós­mynd/​In­sta­gram-síða Gal­van London
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert