Sýndi dómgreindarleysi með myndatöku

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist hafa sýnt dómgreindarleysi með því að sitja fyrir í myndatöku í þingsal Alþingis fyrir breskt tískuvörumerki.

Hún segir uppsetninguna á myndatökunni hafa verið vanhugsaða því hún tengi við einkafyrirtæki. 

Í sinni annarri Facebook-færslu um málið í dag biðst hún innilegrar afsökunar á því að hafa misboðið fólki því það hafi hún síst af öllu viljað.

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingismaður, gagnrýndi Björt harðlega í pistli sem hún skrifaði á vefsíðuna Herðubreið.

„Í þessu máli finnst mér þú sýna svo alvarlegan dómgreindarbrest að ekki er hægt að láta sem ekkert sé. Kjörnir fulltrúar hafa eingöngu skyldur við almenning, ekki fyrirtæki eða vini,” skrifaði hún. 

Margrét Tryggvadóttir.
Margrét Tryggvadóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þar skrifaði Margrét einnig: „Verst finnst mér að sjá að þú virðist engan veginn átta þig sjálf á hvað þetta er alvarlegt. Fyrst bendir þú á að reglur um myndatöku í þingsal hafi ekki verið brotnar með beinum hætti. Rétt, en þær hafa augljóslega verið sniðgengnar og þú misnotað bæði aðstöðu þína og aðgengi að þessum sal í þágu vinkonu”.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í auglýsingunni.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í auglýsingunni. Ljósmynd/Instagram-síða Galvan London
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert