Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að banna flug allra fjarstýrðra loftfara, svokallaða dróna inni í Herjólfsdal á meðan Þjóðhátíð Vestmannaeyja stendur yfir.
Bannið er sett til að tryggja öryggi þjóðhátíðargesta. Í Herjólfsdal verða eingöngu fjarstýrð loftför á vegum þjóðhátíðarnefndar og viðbragðsaðila.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Þar koma einnig fram upplýsingar um breytingar á umferð í Vestmannaeyjum á meðan á Þjóðhátíð stendur.