Skýrslutökum vegna Le Boreal ólokið

Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal.
Franska skemmtiferðaskipið Le Boreal.

Tollstjóri á enn eftir að taka skýrslu af fulltrúa Gáru, umboðsaðila skemmtiferðaskipsins Le Boreal, eftir að skipstjóri þess hleypti um 200 farþegum í land á Hornströndum án tollafgreiðslu.

Búist er við því að það verði gert annað hvort í dag eða á morgun.

Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins fór í skýrslutöku hjá lögfræðideild Tollstjóra á mánudaginn. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, yfirtollvarðar hjá Tollstjóra, gekk skýrslutakan vel. „Það var fullt af hlutum sem skýrðust betur,“ segir hann.

Málið verður í framhaldinu skoðað betur og þá verður ákveðið hvort einhverjum viðurlögum verður beitt. 

Le Boreal sigldi af landi brott í gærkvöldi. Skipstjórinn sem var í skýrslutökunni var ekki um borð heldur fór hann sjálfur af landi brott í gærkvöldi. Annar skipstjóri kom í hans stað en að sögn Kára tengjast þessi skipstjóraskipti ekki málinu sem kom upp hér á landi. Eingöngu var um vaktaskipti að ræða.

Jó­hann Boga­son hjá Gára, sagði í sam­tali við mbl.is á sunnudag að um leiðan mis­skiln­ing hefði verið að ræða á milli sín og skip­stjórn­enda. 

Skipstjórinn fór í skýrslutöku hjá Tollstjóra á mánudaginn.
Skipstjórinn fór í skýrslutöku hjá Tollstjóra á mánudaginn. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert