Birgitta hættir eftir kjörtímabilið

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Golli

Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram til þings að nýju, hvort sem kjör­tíma­bilið verður stutt eða langt. Þetta seg­ir hún í viðtali í kynn­ing­ar­blaði sem fylg­ir með Frétta­blaðinu í dag.

Birgitta tók fyrst sæti á Alþingi árið 2009 en seg­ist í viðtal­inu aldrei hafa stefnt að því að verða stjórn­mála­maður. 

„Það er ekki hollt að vera of lengi á þingi, sama hvað fólk seg­ir. Eng­inn er ómiss­andi og sann­ar­lega ekki ég. Mín bíða ótal verk­efni sem kraft­ar mín­ir nýt­ast bet­ur til en upp­lýsi um það nán­ar þegar nær dreg­ur,“ seg­ir hún í viðtal­inu.

Þá seg­ist hún jafn­framt hafa ætlað sér að hætta á þingi eft­ir síðasta kjör­tíma­bil en ákveðið að gefa aft­ur kost á sér til að miðla þekk­ingu sinni til nýrra Pírata sem hafi skort reynslu af þing­störf­um.

Loks seg­ir hún starf þing­manns­ins vera sam­fé­lagsþjón­usta í sín­um huga. Starfið sé gef­andi en að sama skapi þyki henni erfitt að vera ekki í aðstöðu til að breyta hlut­um sem þurfi að breyta.

„Hefði eng­inn haft hug­rekki til að setja á hita­veitu í stað ol­íukynd­ing­ar væru Íslend­ing­ar ekki með sömu lífs­gæði. Ég er hrædd­ust við stöðnun. Fólk þarf að hætta að vera hrætt við breyt­ing­ar því lífið er sam­felld breyt­ing og ekki til neinn stöðug­leiki. Stöðug­leiki merk­ir stöðnun og all­ir sem horft hafa á vötn sem fá ekki ferskt vatn í sig horfa upp á líf­ríkið smám sam­an súrna og deyja.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert