Lúxus-torfhús risin

Torfhúsin. Íslenski torfbærinn er fyrirmyndin, en tíu hús hafa verið …
Torfhúsin. Íslenski torfbærinn er fyrirmyndin, en tíu hús hafa verið reist. mbl.is/Golli

Tvær fjölskyldur hefja á næsta ári rekstur nýs gististaðar í Biskupstungum, en þar eru nú risin tíu torfhús í íslenskum stíl.

Framkvæmdir standa enn yfir við gerð húsanna en efniviður þeirra er í hæsta gæðaflokki og verður þjónusta við gestina mikil. Húsin standa á lóðinni Mel í Einiholti, nærri Reykholti og Geysi, að því er fram kemur í umfjöllun um uppbyggingu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Gestum torfhúsanna mun gefast kostur á algjöru næði, að sögn þeirra sem að verkinu standa, og verður vegi að húsunum lokað fyrir almennri umferð. Þjónustuhús í stíl þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal verður einnig á jörðinni þar sem morgunmatur verður borinn á borð fyrir gesti, sem geta flestir orðið 40 í einu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert