Bílvelta varð í Hestfirði á Vestfjörðum á sjötta tímanum í dag. Lögregla og sjúkraflutningamenn frá Ísafirði voru send á vettvang. Um er að ræða þrjá erlenda ferðamenn og samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni er talið að bíllinn hafi farið 3 til 4 veltur, en ekki liggur fyrir hvort um alvarleg meiðsl sé að ræða.
Þetta er fjórða umferðarslysið sem er tilkynnt til Neyðarlínunnar í dag en í hinum þremur urðu ekki alvarleg meiðsl á fólki. Talið er að notkun öryggisbelta hafi skipt sköpum í þeim tilfellum.
Frétt mbl.is: Eigum ekki að treysta á heppnina
Uppfært kl. 23:00
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði var um minniháttar meiðsli að ræða og voru allir farþegar bifreiðarinnar útskrifaðir strax að lokinni læknisskoðun.