Björgvin Karl vann sinn riðil

Björgvin Karl Guðmundsson að lokinni þrautinni.
Björgvin Karl Guðmundsson að lokinni þrautinni. Ljósmynd/Skjáskot

Björgvin Karl Guðmundsson vann fyrir skömmu sinn riðil í fjórðu keppnisgrein heimsleikanna í crossfit sem fara nú fram í Wisconsin í Bandaríkjunum.

Hlutirnir líta því betur út fyrir hann núna heldur en í síðustu grein í gær þar sem hann lenti í ellefta sæti.

Fjórða greinin er eins konar þrautabraut þar sem keppt er við tímann.

Eftir að karlarnir hafa lokið keppninni munu konurnar spreyta sig á þrautinni, þar á meðal þær Ragnheiður Sara Guðmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.

Hægt er að fylgj­ast með leik­un­um í beinni og all­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar um mótið er að finna á heimasíðu og sam­skiptamiðlum leik­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert