Sá stærsti var 2,8 stig

Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Torfajökulssvæðinu í gær eins og …
Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Torfajökulssvæðinu í gær eins og sjá má á þessu korti frá hádegi í gær. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í skjálftahrinu sem varð á Torfajökulssvæðinu í gær mældist stærsti skjálftinn 2,8 stig. Sá varð klukkan 12.07. Þónokkrir skjálftar urðu um svipað leyti en flestir voru þeir litlir eða í kringum 1 stig.

Skjálftarnir áttu upptök sín í og við Hattvershveri í Jökulgili um 7 kílómetrum suður af Landmannalaugum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er skjálftavirkni á svæðinu vel þekkt. Skjálftarnir í gær voru mjög grunnir og eru líklega tengdir jarðhitavirkninni á svæðinu.

Í morgun mældist skjálfti sem var 2,9 stig að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í sumar og hafa stærstu skjálfarnir verið um fjórir að stærð.

Ald­ir eru síðan Torfa­jök­ull gaus síðast, en það var um árið 1477. Einnig er vitað um gos árið 872. Torfa­jök­uls­svæðið er næst­mesta há­hita­svæði Íslands á eft­ir Grím­svötn­um. Á svæðinu er stærsta askja lands­ins.

Síðustu tvo sólarhringana hafa mælst 135 jarðskjálftar á Íslandi. Tæplega helmingur hefur verið innan við 1 á stærð og tveir hafa verið yfir 3 stig. Þetta sýna óyfirvarnar frumniðurstöður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert