Í skjálftahrinu sem varð á Torfajökulssvæðinu í gær mældist stærsti skjálftinn 2,8 stig. Sá varð klukkan 12.07. Þónokkrir skjálftar urðu um svipað leyti en flestir voru þeir litlir eða í kringum 1 stig.
Skjálftarnir áttu upptök sín í og við Hattvershveri í Jökulgili um 7 kílómetrum suður af Landmannalaugum.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er skjálftavirkni á svæðinu vel þekkt. Skjálftarnir í gær voru mjög grunnir og eru líklega tengdir jarðhitavirkninni á svæðinu.
Í morgun mældist skjálfti sem var 2,9 stig að stærð við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi í sumar og hafa stærstu skjálfarnir verið um fjórir að stærð.
Aldir eru síðan Torfajökull gaus síðast, en það var um árið 1477. Einnig er vitað um gos árið 872. Torfajökulssvæðið er næstmesta háhitasvæði Íslands á eftir Grímsvötnum. Á svæðinu er stærsta askja landsins.
Síðustu tvo sólarhringana hafa mælst 135 jarðskjálftar á Íslandi. Tæplega helmingur hefur verið innan við 1 á stærð og tveir hafa verið yfir 3 stig. Þetta sýna óyfirvarnar frumniðurstöður.