Andlát: Skapti Ólafsson

Skapti Ólafsson.
Skapti Ólafsson.

Skapti Ólafsson, prentari og hljómlistarmaður, er látinn, tæplega níræður að aldri.

Skapti fæddist í Reykjavík 7. október 1927. Foreldrar hans voru Ólafur Jón Jónasson sjómaður og kona hans Ólína Jóhanna Pétursdóttir húsmóðir.

Skapti hóf prentnám í Félagsprentsmiðjunni í Reykjavík vorið 1944 og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum haustið 1948. Hann hlaut meistarabréf í prentun 1966 og offsetprentun 1977. Hann starfaði síðan við iðn sína um árabil og rak eigin prentsmiðju í Kópavogi frá 1972.

Skapti var landskunnur söngvari og hljómlistarmaður. Hann steig fyrst á svið með Baldri Kristjánssyni í Tjarnarcafé 1947. Síðar stofnaði hann eigin hljómsveit sem bar heitið Fjórir jafnfljótir. Árið 1957 söng hann tvö lög inn á hljómplötu sem öðluðust miklar vinsældir, Allt á floti og Mikið var gaman að því. Þá var hann í nokkur ár í Lúðrasveit Reykjavíkur og var slagverksleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands í fjögur ár frá 1950.

Fyrri kona Skapta var Sveinfríður Guðrún Sveinsdóttir, en hún lést árið 1993. Þau eignuðust fjögur börn. Seinni kona hans er Kolbrún Gunnarsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert