Mörg hundruð hafa blásið í áfengismæla

Lögreglan heldur úti öflugu umferðareftirliti um verslunarmannahelgina.
Lögreglan heldur úti öflugu umferðareftirliti um verslunarmannahelgina. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Það er að fara af stað og er farið af stað mjög öflugt eftirlit lögreglu með umferð víðast hvar um landið,“ segir Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu í samtali við mbl.is. Umferð er nokkuð farin að þyngjast um landið enda runninn upp síðasti dagur verslunarmannahelgarinnar, stærstu ferðahelgi ársins.

Víða gefst fólki kostur á að blása í áfengismæla hjá lögreglu til að tryggja að allt áfengi sé farið úr blóði áður en sest er undir stýri.

„Þrátt fyrir það hafa átta verið staðnir að því núna í morgun og í nótt að ætla sér að keyra og vera farnir af stað undir áhrifum þegar lögregla hefur sem betur fer stoppað þá,“ segir Einar og á hann þar við í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.

Mörg hundruð manns hafi þó komið og blásið, einkum við Landeyjahöfn og á Flúðum, til að ganga úr skugga um hvort óhætt sé að halda af stað.

„Þeir láta alla blása og þar af leiðandi er komið í veg fyrir eitthvað alvarlegt sem er auðvitað ætlunin. Ætlunin er ekki að standa menn að verki heldur að koma í veg fyrir eitthvað slæmt,“ segir Einar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert