Tvö kynferðisbrotamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi frá því á fimmtudaginn. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.
Áður hefur mbl.is greint frá því að tvö kynferðisbrot hafi komið upp í Vestmannaeyjum. Þá hefur verkefnastjóri á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum sagt að fimm mál hafi komið upp um helgina.
Bæði málin á Suðurlandi komu upp á tjaldsvæðum og eru þau til rannsóknar hjá lögreglu og var allavega einn maður handtekinn í tengslum við seinna málið.
Enginn er þó enn í haldi að sögn Sveins. Segir hann að í báðum málunum sé vitað hverjir meintir gerendur séu. Segir hann að sér að vitandi hafi ekki verið lagðar fram kærur í málunum.