Fjölmenn og flott þrátt fyrir fjarveru Palla

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Páll Óskar verður ekki með …
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Páll Óskar verður ekki með í ár en gangan verður glæsileg engu að síður. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Ég held að það verði gam­an að prófa að vera í Hljóm­skálag­arðinum. Ég held að það gæti verið skemmti­legt og aðeins meira skjól,” seg­ir Setta María sem sit­ur í göngu­stjórn Gleðigöngu Hinseg­in daga. „Við erum bara spennt fyr­ir að prófa eitt­hvað nýtt, það er alltaf gam­an að breyta til.“

Und­ir­bún­ing­ur Gleðigöng­unn­ar hef­ur gengið vel að sögn Settu en gang­an og hátíðar­höld að henni lok­inni verða með nokkuð breyttu sniði í ár. Gengið verður frá Hverf­is­götu að þessu sinni og um Lækj­ar­götu og Frí­kirkju­veg og loks endað í Hljóm­skálag­arðinum þar sem gleðin held­ur áfram. Margt nýtt verður á boðstól­um í ár auk fastra liða eins og venju­lega.

Þótt Páll Óskar Hjálm­týs­son, sem jafn­an hef­ur verið með stærstu og skraut­leg­ustu atriðin göng­unni, verði fjarri góðu gamni í ár kveðst Setta ekki eiga von á öðru en að gang­an verði bæði fjöl­menn og glæsi­leg í ár. „Það er al­veg nóg af flott­um atriðum,“ seg­ir Setta en þetta er í átt­unda sinn sem hún kem­ur að skipu­lagn­ingu göng­unn­ar. 

Svipað mörg atriði taka þátt í göng­unni í ár að sögn Settu en í fyrra voru þau um 35 tals­ins. Þá er Gleðigang­an einn fjöl­menn­asti viðburður í Reykja­vík en und­an­far­in ár er talið að á bil­inu 70-90 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborg­ina og tekið þátt í göng­unni.

Gönguleið Gleðigöngunnar 2017.
Göngu­leið Gleðigöng­unn­ar 2017. Kort/​hinseg­indag­ar.is

Ísland langt á eft­ir sam­an­b­urðarlönd­un­um

„Dragsúg­ur verður ör­ugg­lega með frek­ar stórt glamúr atriði og svo eru Sam­tök­in´78 líka með flott atriði þar sem þau vekja at­hygli á stöðu Íslands á regn­boga­korti um rétt­indi hinseg­in fólks í Evr­ópu, ég held að það gæti verið svo­lítið at­hygl­is­vert,” seg­ir Setta, spurð hvaða atriði gætu vakið at­hygli í ár.

Regn­boga­kortið sýn­ir hlut­fall laga­legra rétt­inda sem allt hinseg­in fólk nýt­ur í land­inu en í þeim efn­um gæti Ísland gert enn bet­ur. “Við erum bara frek­ar neðar á þess­um lista held­ur en við erum al­mennt að tala um þegar við töl­um um rétt­indi hinseg­in fólks á Íslandi. Við erum í 47%, það er ansi neðarlega á lista. Við höng­um þarna í miðjunni, langt fyr­ir neðan öll lönd sem við ber­um okk­ur sam­an við,” út­skýr­ir Setta.

Aðspurð hvort mörg ný atriði verði á boðstól­um í ár seg­ir Setta alltaf vera ein­hverja fasta liði eins og venju­lega auk annarra sem taka þátt í fyrsta sinn. „Svo er stund­um líka fólk að koma frá öðrum lönd­um og núna veit ég til dæm­is að það er ein fjöl­skylda sem ætl­ar að fagna því að barnið þeirra var að koma út úr skápn­um. Þau eru ný og svo er fullt af flott­um atriðum,” seg­ir Setta.

Sjö fengu styrk úr Gleðigöngupotti

Gleðigöngupott­ur­inn var stofnaður í sum­ar og er sam­starfs­verk­efni Hinseg­in daga og Lands­bank­ans. Alls fengu sjö atriði styrk úr sjóðnum í ár sem námu á bil­inu 100-250 þúsund krón­ur og er þeim ætlað að mæta kostnaði við atriði í göng­unni.

Ávalt er margt um manninn í Gleðigöngu Hinsegin daga.
Ávalt er margt um mann­inn í Gleðigöngu Hinseg­in daga. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

„Við erum ofsa­lega spennt að sjá hvernig atriðin nýta þenn­an pen­ing. Við erum með al­gjör­lega aug­lýs­inga­lausa göngu sem er svo­lítið ein­stakt í heim­in­um en það þýðir nátt­úr­lega líka að fólk hef­ur haft aðeins minni pen­ing til að skreyta atriðin sín,” seg­ir Setta.

Lagið um liti regn­bog­ans

Hún kveðst ekki hafa áhyggj­ur af veðrinu um helg­ina en sam­kvæmt nú­gild­andi veður­spá stefn­ir í að verði hæg­ur vind­ur og skýjað á höfuðborg­ar­svæðinu þegar gang­an fer fram á laug­ar­dag­inn. „Við sáum í gær að það var nú eitt­hvað að ræt­ast úr þess­ari spá. En ef það er rign­ing þá dreg­ur fólk bara upp lit­rík­ar regn­hlíf­ar, “seg­ir Setta létt í bragði.

Að lok­inni göngu verða tón­leik­ar í Hljóm­skálag­arðinum þar sem fram koma meðal ann­ars Hinseg­in kór­inn og KK auk þess sem Daní­el Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna ´78, mun taka lag Hinseg­in daga í ár sem ber titil­inn Lit­ir regn­bog­ans og er samið af þeim Örlygi Smári, Michael James Down og Primoz Poglaj­en.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert