Kertafleyting á Tjörninni í 33. sinn

Frá kertafleytingunni við Reykjavíkurtjörn.
Frá kertafleytingunni við Reykjavíkurtjörn. mbl.is/Kristinn

Hin árlega kertafleyting á Reykjavíkurtjörn fór fram í kvöld. Samstarfshópur friðarhreyfinga stóð fyrir viðburðinum sem var nú haldinn í 33. sinn.

mbl.is/Kristinn

Í ár eru 72 liðin frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á borgirnar Hírósíma og Nagasakí í Japan.

Frá athöfninni á Akureyri.
Frá athöfninni á Akureyri. mbl.is/Skapti

Halla Gunnarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur flutti ávarp og fundarstjóri var Stefán Pálsson sagnfræðingur. Flotkerti voru seld á staðnum.

Frá athöfninni á Akureyri.
Frá athöfninni á Akureyri. mbl.is/Skapti

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna í Hírósíma og Nagasakí og árétta kröfuna um heim án kjarnorkuvopna, að því er kemur fram í tilkynningu.

Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson. mbl.is/Kristinn

„Nýverið komu 122 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sér saman um sáttmála um bann við þessum skelfilegu vopnum. Krafa íslenskra kjarnorkuvopnaandstæðinga er sú að Ísland gerist aðili að þessu samkomulagi án tafar með því að skrifa undir sáttmálann,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is/Kristinn

Kertafleytingin er hefð sem er uppruninn í Japan en athafnir af þessu tagi fara fram víða um heim.

mbl.is/Kristinn

Kertum var einnig fleytt á Akureyri, auk þess sem kertum var fleytt á Ísafirði. 

mbl.is/Kristinn

Athöfnin á Akureyri fór fram við Minjasafnstjörnina þar sem Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, flutti ræðu.

Á Ísafirði ætlaði fólk að safnast saman í fjörunni við Neðstakaupstað þar sem halda átti stutta athöfn.

mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert