Yngsti sem veiktist er níu ára

Það versta er gengið yfir og fáir eru nú með …
Það versta er gengið yfir og fáir eru nú með einkenni veirunnar segir Sigurður Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lík­ur eru á að nóró-veir­an sem 63 skát­ar veikt­ust af á Úlfljóts­vatni hafi smit­ast í gegn­um mat eða drykk. Sá yngsti sem veikt­ist er 9 ára og mest voru það börn og ung­ling­ar sem veikt­ust. Þetta seg­ir Sig­urður Hjört­ur Kristjáns­son um­dæm­is­lækn­ir sótt­varna á Suður­landi.

Versta gengið yfir

„Þetta versta er gengið yfir, það eru senni­lega 4-6 sem eru með ein­kenni núna,“ seg­ir Hjört­ur í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir eng­an út­skrifaðan nema eiga í önn­ur hús að vernda. „Skát­arn­ir og Rauði kross­inn eru búin að vera að vinna í því að út­vega fólk­inu at­hvarf,“ seg­ir Hjört­ur.

„Það er kannski ekki hver sem er sem vill fá fólk sem er með hugs­an­legt smit en það er alltaf spurn­ing um hvort ótt­inn er raun­veru­leg­ur, það er nátt­úru­lega alltaf hægt að sótt­hreinsa hús­næðið á eft­ir,“ seg­ir hann.

Sem stend­ur eru 2-3 heil­brigðis­starfs­menn að störf­um á fjölda­hjálp­ar­stöðinni að hlúa að þeim sem þurfa á því að halda. „Svo er Rauði kross­inn bú­inn að standa sig mjög vel og á hrós skilið fyr­ir sitt inn­legg í þessu.“

Lík­ur á smiti í gegn­um vatn eða mat

Að sögn Hjart­ar er nóró-veir­an mjög smit­andi í gegn­um snert­ingu og berst hún svo ofan í melt­ing­ar­veg­inn. Ekki hef­ur fengið staðfest hvernig veir­an kom upp í byrj­un. „Manni finnst ekk­ert ólík­legt að þetta hafi farið í gegn­um mat eða vatn því þetta voru svo marg­ir sem veikt­ust í einu,“ seg­ir Hjört­ur en heil­brigðis­eft­ir­litið er búið að taka sýni frá svæðinu og á eft­ir að koma niðurstaða úr þeim.

„Það er bara fjöld­inn af fólki sem þurfti að sinna sem ger­ir þetta að stærri viðburði, ekki al­var­leik­inn,“ seg­ir hann og bæt­ir við að eng­inn sé al­var­lega veik­ur. „Ef þetta hefði verið al­var­leg­ur sýk­ill þá hefði þetta orðið það sem maður kall­ar al­manna­varn­ar­ástand."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert