„Skutlari“ grunaður um sölu áfengis

Maðurinn er sagður vera „skutlari“.
Maðurinn er sagður vera „skutlari“.

Bifreið var stöðvuð á gatnamótum Hringbrautar og Snorrabrautar á milli klukkan eitt og tvö í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um fólksflutninga gegn gjaldi og sölu áfengis, og er í tilkynningu lögreglu sagður vera „skutlari“.

Fyrr um kvöldið, eða upp úr klukkan átta, var bifreið stöðvuð á Stekkjarbakka. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum lyfja eða róandi efna. Kom læknir á lögreglustöðina og mat ökumanninn óhæfan til aksturs, en hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.

Þrjár bifreiðir til viðbótar voru stöðvaðar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, þar sem ökumennirnir eru allir grunaðir um ölvun við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert