Svo mikill fjöldi að götur stífluðust

Uppáklæddir fulltrúar Sölku fiskmiðlunar á Dalvík í bás sínum á …
Uppáklæddir fulltrúar Sölku fiskmiðlunar á Dalvík í bás sínum á hafnarsvæðinu. Mynd/Atli Rúnar Halldórsson

Mun fleiri voru á Fiskideginum mikla í ár en á síðasta ári. Það er að minnsta kosti mat lögreglunnar á Dalvík sem segir bæinn hafa verið hálfstíflaðan á tímabili. Svo mikill var fólksfjöldinn. Síðustu ár hafa um 28 til 30 þúsund manns sótt Dalvík heim á Fiskideginum.

Svanfríður Jónasdóttir sér um heiðrun Fiskidagsins mikla, sem er fastur …
Svanfríður Jónasdóttir sér um heiðrun Fiskidagsins mikla, sem er fastur liður. Í þetta sinn heiðraði hún Valrós Árnadóttur fyrir hönd íslenskra sjómannskvenna og sérstaklega þeirra sem séð hafa á eftir ástvinum í hafið. Valrós og fjögur börn hennar misstu eiginmann og föður, Jóhann Helgason, í sjóslysunum miklu við Norðurland í dymbilvikunni 1963. Mynd/Atli Rúnar Halldórsson

Þrátt fyrir mikinn mannfjölda og umferðarþunga gekk allt áfallalaust fyrir sig, að sögn lögreglu. Það reyndi þó líklega á þolrif gesta þegar þeir reyndu að komast til síns heima eftir flugeldasýninguna í gærkvöldi.

Nóttin var góð, að sögn lögreglu. Ekkert alvarlegt kom upp og engar kærur hafa verið lagðar fram.

Unglingahljómsveit á Dalvík á sviðinu skömmu eftir að dagskrá hófst …
Unglingahljómsveit á Dalvík á sviðinu skömmu eftir að dagskrá hófst í gær klukkan 11. Strax þá var kominn mikill mannfjöldi á hafnarsvæðið. Mynd/Atli Rúnar Halldórsson

Gestir Fiskidagsins eru nú hægt og rólega að tínast úr bænum, en þeir allra hressustu lögðu af stað upp úr tíu í morgun. Það er búinn að vera reytingur síðan klukkan tíu í morgun. Tíma tekur að tæma bæinn, að sögn lögreglu, en menn eru duglegir að koma á lögreglustöðina eða í lögreglubílinn til að fá að blása áður en lagt er af stað.

Hrært í potti Nings með ár. Þarna voru 1.200 lítrar …
Hrært í potti Nings með ár. Þarna voru 1.200 lítrar af tælenskri fiskisúpu í byrjun hátíðarhaldanna og gestir kláruðu úr pottinum þegar leið á daginn. Mynd/Atli Rúnar Halldórsson
Starfsfólks Gríms kokks í Vestmannaeyjum gefur gestum plokkfisk og þorsk …
Starfsfólks Gríms kokks í Vestmannaeyjum gefur gestum plokkfisk og þorsk í raspi. Mynd/Atli Rúnar Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og Dalvíkingur, var ræðumaður dagsins. Hann …
Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og Dalvíkingur, var ræðumaður dagsins. Hann fullyrti að Davík væri nafli alheimsins og færði rök fyrir því í máli sínu. Mynd/Atli Rúnar Halldórsson




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert