Á von á að ráðið samþykki tillöguna

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.

„Ég veit ekki hvað þetta þýðir í raun, hvort það yrði tvöföld kjördæmisnefnd. Þá þyrfti líklega lagabreytingu í Reykjavík.“

Þetta segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, spurður álits á ákvörðun stjórnar Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um að leggja fyrir ráðið tillögu þess efnis að farin verði blönduð leið við val á lista flokksins vegna borgarstjórnarkosninga sem fram fara næsta vor.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í Morgunblaðinu í dag vera bjartsýn á að fulltrúaráðið samþykki tillöguna. „Ég hef bara heyrt jákvæðar undirtektir svo ég hef fulla trú á að þetta verði samþykkt,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert