Á von á að ráðið samþykki tillöguna

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.

„Ég veit ekki hvað þetta þýðir í raun, hvort það yrði tvö­föld kjör­dæm­is­nefnd. Þá þyrfti lík­lega laga­breyt­ingu í Reykja­vík.“

Þetta seg­ir Hall­dór Hall­dórs­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, spurður álits á ákvörðun stjórn­ar Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, um að leggja fyr­ir ráðið til­lögu þess efn­is að far­in verði blönduð leið við val á lista flokks­ins vegna borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga sem fram fara næsta vor.

Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ist í Morg­un­blaðinu í dag vera bjart­sýn á að full­trúaráðið samþykki til­lög­una. „Ég hef bara heyrt já­kvæðar und­ir­tekt­ir svo ég hef fulla trú á að þetta verði samþykkt,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert