„Afinn sem fór á flug“ látinn

Grampa Dave var sannkallaður ævintýramaður og fór víða til að …
Grampa Dave var sannkallaður ævintýramaður og fór víða til að stunda áhugamál sitt. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Maðurinn sem lést í Reynisfjöru í gær hét David Frederick McCord en var þekktur undir viðurnefninu Grampa Dave. Hann var kanadískur og skilur eftir sig dóttur og tvö barnabörn. Grampa Dave var mikill áhugamaður um svifvængjaflug og í ítarlegu viðtali við Sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins í byrjun júlí sagði hann íþróttina hafa breytt lífi sínu.

„Eft­ir að ég fór á eft­ir­laun var ég allt í einu frír og frjáls og svo fædd­ist fyrsta barna­barnið og ég fór að hugsa um að láta líf mitt fara í allt aðrar átt­ir. Og ég gerði það og fór að stunda svif­vængja­flug 64 ára,“ sagði Grampa Dave m.a. við blaðamann Morgunblaðsins.

McCord bjó í afturhluta trukks í Vík í Mýrdal.
McCord bjó í afturhluta trukks í Vík í Mýrdal. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

 

Í viðtalinu greindi ævintýramaðurinn frá því hvernig hann hefði eitt sinn lent á trjátoppi eftir flugferð og setið þar fastur, hvernig hann hefði losað sig við allar veraldlegar eigur sínar og að hann væri á Tinder.

Þá sagðist hann kunna vel við sig í Vík, þar sem hann bjó aftur í trukk.

Það er alltaf eitt­hvað að gera hérna; kjafta við fólkið, drekka bjór og spila fris­bí­golf. Svo elt­ist ég við sætu þjón­ustu­stúlk­urn­ar hér. Þær segja mér að hypja mig í burtu,“ sagði hann í gríni við blaðamann.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var rætt við vitni í gær en rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir.

Grampa Dave svífur um loftin blá.
Grampa Dave svífur um loftin blá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert