Beðið eftir rými fyrir 560

Fjölga þarf fangavörðum til að nýta fangelsið á Hólmsheiði betur
Fjölga þarf fangavörðum til að nýta fangelsið á Hólmsheiði betur mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun bíða nú 560 dómþolar eftir að vera boðaðir í afplánun. Um síðustu áramót voru 550 manns á biðlistanum.

Á síðasta ári fyrndust 34 dómar þar sem ekki náðist að koma viðkomandi einstaklingum í afplánun refsingar. Það sem af er þessu ári hafa 17 dómar fyrnst.

Að sögn Guðmundar Gíslasonar, forstöðumanns fangelsisins, hafa til þessa mest verið 40 fangar á Hólmsheiði en fangelsinu er skipt niður í átta misstórar deildir; þ.e. móttökudeildir fanga sem eru að mæta í fangavist, kvennadeildir og gæsluvarðhaldsdeildir.

Sem dæmi um nýtinguna hafa að meðaltali átta kvenfangar verið á Hólmsheiði á degi hverjum það sem af er þessu ári.

Til að hægt sé að fullnýta fangelsið telur Guðmundur að fjölga þurfi starfsmönnum. Á Hólmsheiði starfa 18 fangaverðir á sólarhringsvöktum, þar af tveir varðstjórar sem ganga aðeins dagvaktir.

„Hér er rými fyrir 56 fanga, ef allir klefar eru nýttir, sem er raunar ekki tala sem hægt er að miða við vegna þess að í fangelsinu er gæsluvarðhaldsdeild með klefum fyrir einangrun gæsluvarðhaldsfanga, sem eru misjafnlega nýttir. Stundum eru einhverjir í einangrun gæsluvarðhalds og stundum ekki, það fer eftir rannsóknarhagsmunum lögreglu hverju sinni,“ segir Guðmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert