Enn eitt kjaftshögg bænda

Bændur hafa ákveðnar hugmyndir um að skera niður framleiðslu.
Bændur hafa ákveðnar hugmyndir um að skera niður framleiðslu. mbl.is/Árni Sæberg

„Það eru engar skyndilausnir og vandinn er grafalvarlegur fyrir þá bændur sem eiga afkomu sína undir greininni. Það verður ekki hjá því komist að horfast í augu við vandamálið,“ segir Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

Nefndin fundaði í dag með fulltrúum sauðfjárbænda, Bændasamtökunum og sláturleyfishöfum vegna uppsöfnunar birgða af kindakjöti. Að þeim fundi loknum var fundað með fulltrúum Samkeppniseftirlitsins og Neytandasamtakanna að sögn Páls Magnússon formanns nefndarinnar.

„Við fórum yfir stöðuna og hlustuðum á tillögur og hugmyndir hagsmunaaðila. Nefndin mun funda á mánudag með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fara yfir stöðu mála með honum. Við þurfum að komast að því með hvaða hætti bregðast þurfi við þeim bráðavanda sem upp er kominn og aukast mun í haust þegar sláturtíð hefst og einnig afkomuvanda sauðfjárbænda,“ segir Páll í umfjöllun um mál sauðfjárbænda í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert