Algert hrun í bóksölu

Íslendingar flykkjast í bókabúðir í jólaösinni. Titlum hefur fækkað og …
Íslendingar flykkjast í bókabúðir í jólaösinni. Titlum hefur fækkað og salan dregist saman um 31% frá hruni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

„Þegar næst­um þriðjung­ur veltu hverf­ur úr at­vinnu­grein get­ur vart verið um annað en hrun að ræða. Staðan er nú sem og und­an­far­in ár ákaf­lega snú­in og ljóst að bregðast þarf við ef ekki á illa að fara,“ seg­ir Eg­ill Örn Jó­hanns­son, formaður Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda.

Nýj­ar töl­ur Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda, sem unn­ar eru upp úr töl­um Hag­stofu Íslands, sýna að 11% sam­drátt­ur varð í bók­sölu árið 2016 miðað við fyrra ár. Alls hef­ur bók­sala þannig dreg­ist sam­an um 31,32% frá ár­inu 2008. Veltu­töl­ur fyr­ir fyrstu fjóra mánuði árs­ins þykja ekki beint gefa til­efni til bjart­sýni. Þær sýna sam­drátt upp á 7,83%.

„Við vöruðum ein­dregið við nei­kvæðum áhrif­um af hækk­un virðis­auka­skatts á bæk­ur á sín­um tíma, enda er ís­lensk bóka­út­gáfa ákaf­lega viðkvæm grein,“ seg­ir Eg­ill í um­fjöll­un um bók­söl­una í Morg­un­blaðinu í dag. Virðis­auka­skatt­ur á bæk­ur var hækkaður úr 7% í 11% árið 2015.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert