Hafa lagt milljarða í United

United Silicon fékk leyfi til greiðslustöðvunar í vikunni.
United Silicon fékk leyfi til greiðslustöðvunar í vikunni.

Festa líf­eyr­is­sjóður, Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn og Eft­ir­launa­sjóður fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (EFÍA) hafa fjár­fest fyr­ir sam­tals 2.166 millj­ón­ir í United Silicon.

Frjálsi líf­eyr­is­sjóður­inn á stærst­an hluta af þessu fé, en sjóður­inn hef­ur fjár­fest 1.178 millj­ón­ir, sem er rétt yfir hálfu pró­senti af heild­ar­eign­um sjóðsins. All­ir þrír sjóðirn­ir tóku þátt í hluta­fjáraukn­ingu í apríl og lögðu sam­tals 460 millj­ón­ir í viðbót­ar­hluta­fé til United, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Stofnaður var C-flokk­ur hluta­fjár fyr­ir viðbót­ar­hluta­féð, sem veit­ir tvö at­kvæði á hvern hlut hlut­hafa, en ein­ung­is eitt at­kvæði er á hvern hlut í A- og B- flokki. Arn­ald­ur Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Frjálsa líf­eyr­is­sjóðsins, staðfest­ir í skrif­legu svari til Morg­un­blaðsins að það hafi verið krafa sjóðanna að þeir fengju tvö at­kvæði fyr­ir hvern hlut ásamt for­gangi á arðgreiðslur. Bald­ur Snorra­son, sjóðstjóri Festa líf­eyr­is­sjóðs, seg­ir að viðbót­ar­hluta­féð hafi verið til að reyna að tryggja fyrri fjár­fest­ingu, en báðir sjóðirn­ir fjár­festu snemma í United Silicon.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert