Hafa lagt milljarða í United

United Silicon fékk leyfi til greiðslustöðvunar í vikunni.
United Silicon fékk leyfi til greiðslustöðvunar í vikunni.

Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hafa fjárfest fyrir samtals 2.166 milljónir í United Silicon.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn á stærstan hluta af þessu fé, en sjóðurinn hefur fjárfest 1.178 milljónir, sem er rétt yfir hálfu prósenti af heildareignum sjóðsins. Allir þrír sjóðirnir tóku þátt í hlutafjáraukningu í apríl og lögðu samtals 460 milljónir í viðbótarhlutafé til United, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Stofnaður var C-flokkur hlutafjár fyrir viðbótarhlutaféð, sem veitir tvö atkvæði á hvern hlut hluthafa, en einungis eitt atkvæði er á hvern hlut í A- og B- flokki. Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, staðfestir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að það hafi verið krafa sjóðanna að þeir fengju tvö atkvæði fyrir hvern hlut ásamt forgangi á arðgreiðslur. Baldur Snorrason, sjóðstjóri Festa lífeyrissjóðs, segir að viðbótarhlutaféð hafi verið til að reyna að tryggja fyrri fjárfestingu, en báðir sjóðirnir fjárfestu snemma í United Silicon.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert