Kjartan og Áslaug hafa áhuga á efsta sætinu

Áslaug Friðriksdóttir.
Áslaug Friðriksdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir hafa áhuga á því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Eins og kom fram í gær hefur núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, Halldór Halldórsson, ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram.

Kjartan og Áslaug staðfestu þetta í samtali við mbl.is. Kjartan sagðist vera að íhuga að sækjast eftir oddvitasætinu. Áslaug sagði að sjálfsögðu hefði hún verið búin að hugsa um þetta.

Hún kvaðst hins vegar ekki hrifin af hugmynd um leiðtogaprófkjör en það fer fram með þeim hætti að odd­viti list­ans er kjör­inn en síðan still­ir upp­still­ing­ar­nefnd upp í önn­ur sæti list­ans. Sjálf­stæðis­menn hafa áður íhugað leiðtoga­próf­kjör og var til­laga um slíkt síðast lögð fram fyr­ir síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Til­lag­an var dreg­in til baka.

„Mér finnst að fólk þurfi að kynna sér þetta vel og ég held að þetta fæli frá frekar en hitt. Segjum að það fari fimm fari og einn verður efstur, hvað þá með hina? Þá hafa þeir allir lagt mikið undir, er sanngjarnt að það sé einhver nefnd sem ræður úrslitum um hvar þeir lenda á listanum? Mér finnst það ekki,“ segir Áslaug.

Kjartan Magnússon.
Kjartan Magnússon. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka