Þarf að komast á hreint sem fyrst

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi.

Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili.

„Ég mun taka ákvörðun í kjölfar fundar fulltrúaráðs Varðar, segir Marta í samtali við mbl.is en sá fundur fer fram í næstu viku. Vörður samþykkti á stjórn­ar­fundi sín­um í síðustu viku að boða til leiðtoga­kjörs, en áætlað er að kjörið fari fram 21. októ­ber.

Leiðtoga­kjör fer fram með þeim hætti að odd­viti list­ans er kjör­inn en síðan still­ir upp­still­ing­ar­nefnd upp í önn­ur sæti list­ans. „Ég hef bara heyrt jákvæða hluti varðandi þessa leið en þátttaka í almennum prófkjörum hefur farið minnkandi undanfarin ár,“ segir Marta sem ætlar að virða þá leið sem Vörður mun ákveða.

„Það er nauðsynlegt að það komist á hreint sem fyrst hver leiðir listann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka