Forsetinn hleypur fyrir PIETA

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, ætl­ar að hlaupa hálft maraþon í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu á morg­un til stuðnings PIETA Ísland, fé­lags sem hyggst bjóða upp á úrræði fyr­ir ein­stak­linga í sjálfs­vígs­hug­leiðing­um og þá sem stunda sjálfsskaða. 

„Ég hvet alla, sem geta látið fé af hendi rakna, til þess að heita á hlaup­ara og styðja góðgerðarsam­tök,“ seg­ir for­set­inn á Face­book-síðu sinni en tek­ur fram að hann sé þó ekki skráður hlaup­ari fyr­ir fé­lagið í áheita­kerfi hlaups­ins.

Guðni hvet­ur hins veg­ar alla sem hafa hug á að styrkja PIETA Ísland að heita á aðra hlaup­ara sem ætla að styðja fé­lagið. Þar sé um fjöl­margt gott fólk að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert