Spilaði í eigin brúðkaupi

Viðar mundar gítarinn í brúðkaupinu.
Viðar mundar gítarinn í brúðkaupinu. Ljósmynd/Youtube

Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni.

Viðar Engilbertsson segir að hann hafi gert þetta því hann langaði að gera eitthvað eftirminnilegt fyrir konu sína, Gyðu Björk Bergsþórsdóttur. 

„Ég samdi lagið í vikunni fyrir brúðkaup og talaði við prestinn seinna í vikunni um að gera óvænt atriði í athöfninni til að koma gestum og konunni minni á óvart,“ segir Viðar en lagið fjallar um ást hans til Gyðu og heitir „Ef til væru orð.“ Stefanía Svavarsdóttir söng lagið og Viðar lék á gítar.

„Presturinn faldi gítarinn við altarið og rétt mér hann óvænt í athöfninni,“ segir Viðar.

Lagið má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert