Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

Guðni Th. Jóhannesson forseti var hvattur áfram af fjölda áhorfenda …
Guðni Th. Jóhannesson forseti var hvattur áfram af fjölda áhorfenda í blíðunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks.

Guðni Th. hleypur fyrir Pieta Ísland, félag sem hyggst stofna úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Viðstaddir sögðu Guðna Th. hafa verið vel á sig kominn þegar hann kom í mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert