Hægristefnan lím ríkisstjórnarinnar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna flutti ræðu á flokksráðsfundi VG …
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna flutti ræðu á flokksráðsfundi VG í morgun. Myndin er frá síðasta flokksráðsfundi flokksins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Skatta­mál, um­hverf­is­mál, auk­inn ójöfnuður í sam­fé­lag­inu og einka­rekst­ur voru á meðal þeirra póli­tísku mála sem Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, gerði að um­fjöll­un­ar­efni ræðu sinn­ar sem hún hélt á flokks­ráðsfundi VG í morg­un.

Í efna­hags­mál­um hvatti hún til skatta­hækk­ana og talaði í því sam­bandi um hóf­leg­an auðlegðarskatt, þrepa­skipt­an fjár­magn­s­tekju­skatt, auðlinda­gjöld og há­tekju­skatt. „Vax­andi mis­skipt­ing gæða sprett­ur bein­lín­is af því efna­hags­kerfi og þeim póli­tísku stefn­um sem hafa verið ráðandi und­an­farna ára­tugi og nú er svo komið að sí­fellt fleira fólk er farið að finna fyr­ir því. Slíkt ástand skap­ar tor­tryggni og van­traust hjá al­menn­ingi gagn­vart því skipu­lagi sem sam­fé­lög okk­ar byggja og skap­ar jarðveg fyr­ir öfga­hreyf­ing­ar,“ sagði Katrín í ræðu sinni.

„Í raun skil­ur eng­inn hvert er er­indi þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar annað en að viðhalda hægris­innaðri efna­hags­stjórn, hægris­innaðri skatta­stefnu og hægri­sinnuðum viðhorf­um í rík­is­rekstri þar sem áhersla er lögð á svelti­stefnu og einka­rekst­ur. Það er límið sem held­ur stjórn­inni sam­an.“

Hún sagði framtíðar­sýn rík­is­stjórn­ar­inn­ar um kjör aldraðra og ör­yrkja einnig dap­ur­lega. „Kjör þess­ara hópa voru mjög til umræðu fyr­ir kosn­ing­ar en í fjár­mála­áætl­un­inni birt­ist sýn rík­is­stjórn­ar­inn­ar: Miðað við fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar munu ör­yrkj­ar fá 288 þúsund króna mánaðarlaun árið 2022. Þetta er sýn rík­is­stjórn­ar­inn­ar á hvernig kjör þessa hóps eigi að vera.“

Óánægð með gjald­töku við nátt­úruperl­ur

Í at­vinnu­mál­um lýsti Katrín yfir von­brigðum með gjald­töku við nátt­úruperl­ur um land allt. „Þetta hef­ur verið látið átölu­laust af hálfu stjórn­valda sem sjálf hafa hafið gjald­töku í þjóðgörðum áður en lokið hef­ur verið við vinnu um laga­ákvæði um al­manna­rétt sem átti að ljúka sam­kvæmt bráðabirgðaákvæði nátt­úru­vernd­ar­laga,“ sagði Katrín.

Eins sagðist hún óánægð með að land­búnaðarráðherra skyldi ekki hafa nýtt tæki­færið þegar end­ur­skipuð var nefnd um bú­vöru­samn­inga að setja þar inn full­trúa frá um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um sem þó sótt­ust eft­ir því að fá sæti við það borð.

Frá síðasta flokksráðsfundi VG.
Frá síðasta flokks­ráðsfundi VG. mbl.is/Ó​feig­ur

„Og tryggja þannig að um­hverf­is­sjón­ar­mið yrðu í há­veg­um höfð í stefnu­mót­un í land­búnaði. Nei, stefnu­mót­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þeim mik­il­væga at­vinnu­vegi snýst nefni­lega ekki um um­hverfi held­ur að fá Costco-áhrif í inn­lend­an land­búnað. Hvað það merk­ir ná­kvæm­lega veit ég ekki enda lýt­ur smá­sala á mat­vöru allt öðrum lög­mál­um en sjálf­bær land­búnaður þar sem ekki aðeins þarf að tryggja neyt­end­um gæðavöru held­ur einnig líf­fræðilega fjöl­breytni, lofts­lags­mark­mið og um­hverfi,“ sagði Katrín.

Hún gagn­rýndi jafn­framt getu­leysi stjórn­valda í loft­lags­mál­um og sagði það von­brigði að til­laga Vinstri-grænna um kol­efn­is­hlut­laust Ísland hafi ekki hlotið braut­ar­gengi á síðasta þingi sem miðaði að því að Ísland yrði kol­efn­is­hlut­laust árið 2040.

„Í lofts­lags­mál­um hef­ur það helst gerst að sex ráðherr­ar héldu blaðamanna­fund um aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um. Sum okk­ar héldu að til­efni blaðamanna­fund­ar væri þá að kynna ætti aðgerðaáætl­un eða í öllu falli ein­hver leiðarljós á þessu sviði. Svo var ekki, tíðindi fund­ar­ins reynd­ust vera að gera ætti áætl­un. Hins veg­ar mun­um við Vinstri-græn styðja all­ar aðgerðir um­hverf­is­ráðherra sem miða í rétta átt í um­hverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mál­um og vinna að fram­gangi þeirra, hvort sem um er að ræða aðgerðir í lofts­lags­mál­um, miðhá­lend­isþjóðgarð eða stjórn­sýslu nátt­úru­vernd­ar­mála. En stóra málið er að at­hafn­ir fylgi orðum,“ sagði Katrín.

Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni og gagn­rýndi m.a. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, einkafram­kvæmd­ir í sam­göngu­mál­um og hugs­an­lega gjald­heimtu á veg­um í kring­um höfuðborg­ina, fjár­svelti mennta­kerf­is­ins og hug­mynd­ir Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur um aukna þátt­töku einkaaðila í rekstri skóla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert