Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Hlaupið með tilþrifum yfir marklínuna.
Hlaupið með tilþrifum yfir marklínuna. mbl.is/Árni Sæberg

Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag. 1.490 hlupu heilt maraþon, 2.963 voru skráðir til leiks í hálfu maraþoni og 6.747 hlupu tíu kíló­metra. 1.835 tóku svo þátt í skemmt­iskokki og tæp­lega 1.200 í furðufata­hlaupi Georgs.

Á síðunni Hlaupastyrkur.is safna þátttakendur Reykjavíkurmaraþons áheitum og þar má sjá að þegar hafa safnast yfir 111 milljónir króna. Enn er hægt að leggja góðu málefni lið í gegnum síðuna. 

Árni Sæberg, ljósmyndari mbl.is, myndaði hlauparana í morgun og sjá má myndirnar hér að neðan.

mbl.is óskar öllum sem tóku þátt til hamingju með sinn árangur.

Arnar Pétursson sigraði í maraþoni karla.
Arnar Pétursson sigraði í maraþoni karla. mbl.is/Árni Sæberg
Hlaupið var fyrir gott málefni.
Hlaupið var fyrir gott málefni. mbl.is/Árni Sæberg
Allir völdu sér vegalengd við hæfi.
Allir völdu sér vegalengd við hæfi. mbl.is/Árni Sæberg
Hlauparar í þúsundavís leggja af stað frá Lækjargötu.
Hlauparar í þúsundavís leggja af stað frá Lækjargötu. mbl.is/Árni Sæberg
Keppendur í 10 kílómetra hlaupi voru hressir í bragði við …
Keppendur í 10 kílómetra hlaupi voru hressir í bragði við upphaf Reykjavíkurmaraþonsins. mbl.is/Árni Sæberg
Sumir fóru sér að engu óðslega og gengu fyrstu skrefin …
Sumir fóru sér að engu óðslega og gengu fyrstu skrefin í Reykjavíkurmaraþoninu. mbl.is/Árni Sæberg
Þúsundir hlaupara lögðu af stað frá Lækjartorgi í morgun í …
Þúsundir hlaupara lögðu af stað frá Lækjartorgi í morgun í Reykjavíkurmaraþoninu. mbl.is/Árni Sæberg
Hlaupararnir á leið yfir Tjarnarbrúnna í morgun.
Hlaupararnir á leið yfir Tjarnarbrúnna í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
Guðni Th. Jóhannesson forseti var hvattur áfram af fjölda áhorfenda …
Guðni Th. Jóhannesson forseti var hvattur áfram af fjölda áhorfenda í blíðunni í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert