Frost í jörðu í innsveitum

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Frost var í jörðu sums staðar í innsveit­um í nótt sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands. Þó var það aðeins lít­il­lega og frostið mest -0,9% stig í Húsa­felli í Borg­ar­f­irði. Á Þing­völl­um fór hit­inn niður í frost­mark. 

„Ekki er von á því að það frysti aft­ur næstu nótt, norðan­átt­in er að mestu geng­in niður og bíða okk­ar nú nokkr­ir til­tölu­lega hlý­ir og sól­rík­ir dag­ar þar sem hægviðrið verður ríkj­andi að mestu. Gæti há­marks­hiti náð 20 stig­um um miðja viku ef allt geng­ur eft­ir,“ seg­ir í hug­leiðing­um vakt­haf­andi veður­fræðings á vefsíðu Veður­stof­unn­ar.

Veður­horf­ur næsta sól­ar­hring­inn gera ann­ars ráð fyr­ir frem­ur hægri norðlægri átt eða haf­golu en norðvest­an 5-13 metr­um á sek­úndu úti við norðaust­ur­strönd­ina fram yfir há­degi. Skýjað verður á köfl­um aust­an til á land­inu og sums staðar rign­ing öðru hverju á norðaust­ur­horn­inu.

Víða verður létt­skýjað ann­ars staðar og hiti 8 til 18 stig að deg­in­um, hlýj­ast sunn­an­lands. Þá verður sunn­an og suðvest­an 3-10 m/​s á morg­un og skýjað með köfl­um sunn­an- og vest­an­lands, en bjartviðri í öðrum lands­hlut­um. Hiti 10 til 18 stig, hlýj­ast norðan­lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert