Sagði konunni að „drulla sér“ úr bílnum

Bíl ekið inn í Leifsstöð í kjölfar eftirfarar lögreglunnar.
Bíl ekið inn í Leifsstöð í kjölfar eftirfarar lögreglunnar. Ljósmynd/Snorri Gíslason

Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér“ úr bílnum áður en hann reif hana út.

Hún vildi ekki tjá sig í samtali við mbl.is þegar leitast var eftir því og kvaðst enn vera að jafna sig á atvikinu. Maðurinn ók í kjölfarið á brott á bifreiðinni með lögregluna á hælum sér en eftirförinni lauk þegar hann ók á flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Samkvæmt heimildum mbl.is hafði konan bifreiðina á rekstrarleigu en bifreiðin skemmdist mjög við áreksturinn. Bílaleigan hefur boðist til að útvega konunni nýjan bíl eins skjótt og auðið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert