Voru á annað hundrað þúsund

Flugeldasýningin á Menningarnótt.
Flugeldasýningin á Menningarnótt. mbl.is/Árni Sæberg

Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns.

„Það var greinilegt að fólk kunni vel að meta þá rúmlega 300 viðburði sem voru í boði á Menningarnótt sem var að ljúka rétt í þessu með glæsilegri flugeldasýningu í boði Reykjavíkurborgar,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu. Hátíðarsvæðið var aftur stækkað í ár og dreifði mannfjöldinn sér vel í miðbæ Reykjavíkur.

Lögreglan segir að aðsóknin hafi verið afar jöfn og þétt frá hádegi og fram á kvöld. Þá hafi umferð gengið greiðlega frá miðborginni strax að lokinni flugeldasýningunni. „Stemningin hafi verið afar góð í allan dag og greinilegt að fólk hafi kunnað vel að meta að geta gengið um götur miðborgarinnar á þessum degi án þess að þurfa að hafa áhyggjur af bílaumferð.“

Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert