kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri á Húsavík, segir öryggi og tímasparnað það sem hæst standi upp úr varðandi Vaðlaheiðargöng.
Hann segir umferð hafa aukist um Víkurskarð og hún eigi eftir að aukast enn meira þegar göngin verða opnuð og það muni hjálpa til við fjármögnun þeirra.
„Það verður ekki mokað í göngin aftur. Ég er bjartsýnn á að það takist sátt um hógværa verðlagningu og þeir sem fjármagna framkvæmdina fái peningana sína til baka,“ segir Kristján Þór í umfjöllun um Vaðlaheiðargöngin í Morgunblaðinu í dag.
„Almennt fagnar fólk Vaðlaheiðargöngunum. En verðlagningin sem fram kemur í nýrri úttekt fjármála- og efnahagsráðuneytisins í tengslum við gerð ganganna er í hæsta lagi,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík. Hann segir Víkurskarðið erfiðan farartálma á veturna. „Göngin voru til þess byggð að efla atvinnulíf, stækka atvinnusvæðið, samkeyra sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir og tryggja öryggi íbúa.“ ge@mbl.is