Ísland eyðir langmestu í tómstundir

Á frjálsíþróttanámskeiði hjá ÍR.
Á frjálsíþróttanámskeiði hjá ÍR. mbl.is/Golli

Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB).

Meðaltalseyðsla ESB-ríkjanna 28 til þessara málaflokka er 1%. Þetta og fleira kemur fram í nýlegri skýrslu sem evrópska hagstofan Eurostat birti á dögunum. Ungverjaland eyddi 2,1% og Eistland 2,0% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð samanborið við 1,0% meðaltalseyðslu ESB ríkjanna.

Meðal allra ESB- og EFTA-ríkja skráði Ísland mest útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu til þessara sömu málaflokka, eða 3,2% af vergri landsframleiðslu árið 2015, en það eru 7,5% af heildarútgjöldum hins opinbera á Íslandi. Það er í samræmi við tölur undangenginna ára skv. skýrslu Eurostat.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert