Axel Helgi Ívarsson
Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda.
Uppkaup ríkisins á ærgildum væru til þess gerð að fækka sauðfé og minnka framleiðni. Tillögurnar voru kynntar á fundi atvinnuveganefndar í gær og eru nú í úrvinnslu, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Morgunblaðinu í dag.
Hún segir að samtalið við bændur og aðra sem eiga hlut að málinu haldi áfram. Vonast er til að endir verði kominn á málið í næstu viku.