H&M-auglýsingin með öll tilskilin leyfi

Auglýsing H&M vakti mikla athygli á Lækjartorgi enda innkaupapokinn nokkrir …
Auglýsing H&M vakti mikla athygli á Lækjartorgi enda innkaupapokinn nokkrir metrar á hæð. mbl.is/RAX

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að verslunin H&M sé með afnotaleyfi fyrir auglýsingu á borgarlandi Reykjavíkur.

Auglýsing H&M á Lækjartorgi hefur vakið mikla athygli og kom ranglega fram í fjölmiðlum að fyrirtækið hefði ekki verið með tilskilin leyfi til þess að auglýsa á torginu. Slík leyfi eru nauðsynleg hvort sem um er að ræða tónleika eða auglýsingar.

„Það eru um og yfir 800 leyfi sem verið er að vinna með og nota yfir árið. Það er allt frá afnotaleyfi vegna malbikunarframkvæmda, leyfi til að láta vinnupall standa á gangstétt eða fyrir viðburðum og kvikmyndatöku,“ segir Jón Halldór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert