Nóró-veira útilokuð í Hvassaleiti

Nemendur í Háaleitisskóla.
Nemendur í Háaleitisskóla. mbl.is/Rósa Braga

Unnið er að sótthreinsun í Hvassaleiti, annarri af tveimur starfsstöðvum Háaleitisskóla, eftir að meira en helmingur starfsfólks veiktist af magakveisu.

Að sögn Hönnu Guðbjargar Birgisdóttur, skólastjóra Háaleitisskóla, er búið að útiloka að um nóró-veiru sé að ræða.

Nákvæm niðurstaða á orsökum veikindanna hefur ekki fengist en búist er við henni síðar í dag.

Alls starfa 36 á starfsstöðinni í Hvassaleiti.

Ákveðið var að fresta skólasetningu um tvo daga vegna magakveisu starfsfólksins og er hún fyrirhuguð á morgun.

„Fólk er enn hundlasið. Það er verið að sótthreinsa skólann og við búumst við að geta byrjað á morgun en við verðum kannski ekki með fullt hús af fólki. Þetta virðist vera mjög þrálátt og taka langan tíma,“ segir Hanna Guðbjörg.

Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla.
Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert