„Íslensk tunga aldrei í forgangi“

Eins og sjá má er auglýsingin á ensku.
Eins og sjá má er auglýsingin á ensku. Rax / Ragnar Axelsson

„Lög­brot er lög­brot og það hlýt­ur að eiga að bregðast við því. Þú nefn­ir for­gangs­röðun – það er ein­mitt það sem ég hef verið að benda á. Íslensk tunga er aldrei í for­gangi,“ seg­ir Ei­rík­ur Rögn­valds­son, ís­lensku­pró­fess­or við Há­skóla Íslands, í bréfi til Neyt­enda­stofu.

Pró­fess­or­inn hef­ur staðið í bréfa­skrift­um við Neyt­enda­stofu vegna aug­lýs­inga á öðrum tungu­mál­um en ís­lensku hér­lend­is. Nýj­asta dæmið um slíkt er risa­vax­in aug­lýs­ing sem fata­versl­un­in H&M fékk leyfi til að setja upp á Lækj­ar­torgi. Aug­lýs­ing­in er al­farið á ensku.

Neyt­enda­stofa mun senda H&M bréf

Í 8. grein ís­lenskra laga um eft­ir­lit með órétt­mæt­um viðskipta­hátt­um og gagn­sæi markaðar­ins seg­ir að aug­lýs­ing­ar, sem höfða eigi til ís­lenskra neyt­enda skulu vera á ís­lenskri tungu og er Neyt­enda­stofu gert að fram­fylgja boðum og bönn­um lag­anna.

Ei­rík­ur birt­ir sam­skipti sín við Neyt­enda­stofu á fés­bók­arsíðu sinni, en til­efni bréfa­skrifta Ei­ríks var ekki ein­ung­is aug­lýs­ing H&M á Lækj­ar­torgi, held­ur aug­lýs­ing­ar á öðrum tungu­mál­um al­mennt.

Neyt­enda­stofa hef­ur sam­kvæmt bréf­inu til Ei­ríks tekið þrjú mál til meðferðar vegna aug­lýs­ing­ar á öðru tungu­máli en ís­lensku og nú tel­ur stofn­un­in til­efni til að taka aug­lýs­ingu H&M til meðferðar, sem hefst með því að aug­lýs­anda er sent bréf.

Eng­inn tap­ar nema ís­lensk­an

Ei­rík­ur seg­ir að það muni lít­il áhrif hafa. „Það er gott að stofn­un­in ætl­ar að skipta sér af aug­lýs­ingu H&M. En af­skipti í formi vin­sam­legr­ar ábend­ing­ar eru vit­an­lega mark­laus í þessu til­viki – aug­lýs­ing­unni er ekki ætlað að standa nema í nokkra daga hvort eð er. Aug­lýs­and­inn fær ókeyp­is at­hygli en slepp­ur við að gera nokkuð og Neyt­enda­stofa slepp­ur við að gera nokkuð annað en senda þessa vin­sam­legu ábend­ingu. All­ir eru glaðir og eng­inn tap­ar – nema ís­lensk­an.“

Hann seg­ist eiga bágt með því að trúa því að starfs­menn Neyt­enda­stofu verði ekki var­ir við fjölda aug­lýs­inga á er­lend­um mál­um, sem aug­ljós­lega sé beint til ís­lenskra neyt­enda. „Slík­ar aug­lýs­ing­ar blasa við manni dag­lega í fjöl­miðlum og á skilt­um,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Fés­bókar­færslu Ei­ríks má sjá hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert