Fyrstu fjárréttir um helgina

Réttir á Bakka við Húsavík
Réttir á Bakka við Húsavík mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fyrstu fjárréttir verða um helgina. Listi yfir fjár- og stóðréttir hefur verið birtur í Bændablaðinu sem kom út í morgun.

Fjárréttir verða í Suðursveit á laugardag og í Víðikersrétt í Suður-Þingeyjasýslu á sunnudag. 

Um aðra helgi verða meðal annars fjárréttir í Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 2. september.

Í Kjósarrétt í Kjós verða fjárréttir 17. september og svo aftur 8. október. Í Hraðastaðarétt í Mosfellsdal verða einnig fjárréttir 17. september. Þær seinni verða 1. október. 

Í Húsmúlarétt í Árnessýslu verða fyrri fjárréttir laugardaginn 16. september og þær síðari 30. september. 

Fyrstu stóðréttir 16. september

Fyrstu stóðréttir hefjast laugardaginn 16. september í Sauðárkróksrétt og Skarðarétt í Skagafirði. Í V-Húnavatnssýslu verða stóðréttir í Víðidalstungurétt 7. október en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri réttir í sýslunni. Fyrstu stóðréttir í A-Húnavatnssýslu verða í Skrapatungurétt 17. september.   

Skipt eftir landshlutum 

Upplýsingar í Bændablaðinu um dagsetningar rétta er skipt eftir landshlutum en í stafrófsröð innan hvers landshluta.

Í blaðinu segir að villur geti slæðst inn í lista sem þessa og eins geti náttúruöflin orðið til þess að breyta þurfi tímasetningum á smalamennsku og þar með réttarhaldi.

Yfirlit Bændablaðsins má sjá hér á blaðsíðu 32

Réttir hefjast á næstunni.
Réttir hefjast á næstunni. mbl.is/Helgi Bjarnason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert