Ósammála í innflytjendamálum

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. mbl.is

Guðfinna Jó­hanna Guðmunds­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, seg­ir ákvörðun Svein­bjarg­ar Birnu Svein­björns­dótt­ur, odd­vita borg­ar­stjórn­ar­flokks Fram­sókn­ar og flug­vall­ar­vina, um að hætta í Fram­sókn­ar­flokkn­um, ekki koma sér mjög á óvart. Svein­björg mun starfa sem óháður borg­ar­full­trúi út kjör­tíma­bilið.

„Það hef­ur legið fyr­ir í nokk­urn tíma að Svein­björg Birna átti ekki sam­leið með flokkn­um,“ seg­ir Guðfinna Jó­hanna í sam­tali við mbl.is. Svein­björg lýsti því yfir í Face­book-færslu fyrr í dag að ástæða ákvörðunar henn­ar sé ágrein­ing­ur í inn­flytj­enda­mál­um og sagði hún flokk sem ekki væri til­bú­inn að ræða mik­il­væg mál­efni aldrei verða annað en smá­flokk.

Ósætti milli Svein­bjarg­ar og borg­ar­mála­flokks Fram­sókn­ar

Að sögn Guðfinnu hafa skoðanir Svein­bjarg­ar og Fram­sókn­ar­flokks­ins á inn­flytj­enda­mál­um ekki farið sam­an og þess vegna hefði orðið ósætti milli henn­ar og borg­ar­mála­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem tel­ur á milli 30 og 40 manns. 

„Strax í kosn­inga­bar­átt­unni [fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2014, innsk. blaðamanns] lýsti ég því yfir að ég væri ósam­mála henni í mosku­mál­inu um leið og hún kom með það fram,“ seg­ir Guðfinna. 

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefur sagt sig úr Framsókn.
Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir hef­ur sagt sig úr Fram­sókn.

Hún seg­ir að inn­flytj­enda­mál í borg­inni hafi ekki verið flokkn­um mjög hug­leik­in held­ur Svein­björgu. „Við höf­um bar­ist fyr­ir hús­næðismál­un­um. Leitt umræðuna um hús­næðis­vand­ann í borg­inni. Þau mál sem við sett­um á odd­inn eru hús­næðismál­in og flug­völl­ur­inn. Það eru mál sem við höf­um bar­ist fyr­ir allt kjör­tíma­bilið og veitt meiri­hlut­an­um aðhald,“ seg­ir Guðfinna.

Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvernig staðið verður að vali á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar á næsta ári. Guðfinna hef­ur ekki tekið ákvörðun um hvort hún gefi kost á sér en hún hef­ur áður til­kynnt um að hún muni aðeins sækj­ast eft­ir fyrsta sæt­inu ákveði hún að halda áfram.

Spurð hvort þessi úr­sögn Svein­bjarg­ar úr Fram­sókn­ar­flokkn­um breyti af­stöðu henn­ar fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, seg­ir Guðfinna þær engu breyta. Hún ætli að bíða til hausts­ins með að ákveða um fram­haldið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert