Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestangolu við Faxaflóa seinnipartinn.
Spáin fyrir næstu daga
Yfirleitt hægur vindur og skýjað með köflum, en sums staðar þokuloft við ströndina. SA 5-13 seinnipartinn á morgun, hvassast við V-ströndina, og fer að rigna þar undir kvöld. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast í innsveitum.
Á föstudag:
Suðaustan eða sunnan 3-10 og skýjað en úrkomulítið. Bjart með köflum á Norður- og Austurlandi. Hiti víða 10 til 16 stig.
Á laugardag:
Suðaustan eða sunnan 5-10 og rigning, en þurrt að mestu NA-lands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Breytileg átt 5-10 og rigning með köflum. Hiti 8 til 15 stig.
Á mánudag:
Vaxandi norðlæg átt og víða rigning, en bjart með köflum sunnanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast suðvestantil.
Á þriðjudag:
Nokkuð stíf norðlæg átt með rigningu norðaustantil í fyrstu, en birtir til er líður á daginn. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir hæga suðvestanátt, og bjartviðri austantil, annars skýjað en þurrt. Heldur hlýnandi.