4 handteknir í umfangsmiklu fíknefnamáli

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Fjórir menn voru í kvöld úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Mennirnir verða yfirheyrðir nú um helgina.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við mbl.is að lögregla hefði handtekið fjóra karlmenn í dag og gert húsleit á tveimur stöðum. Eru mennirnir taldir tengjast innflutningi á amfetamínbasa.

Hald var lagt á efni í dag, sem talið er vera amfetamínbasi og telur Grímur líklegt að það sé á bilinu einn til tveir lítrar.

Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir, en eru ekki allir búsettir hér á landi. Enginn þeirra hefur komið við sögu íslensku lögreglunnar áður.

Fyrst var greint frá handtökunni í Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert