Brotið ekki stóra málið ef afplánun er lokið

Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/Árni Sæberg

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur ekki að mál, þar sem maður sem var dæmd­ur fyr­ir að nauðga stjúp­dótt­ur sinni nær dag­lega frá því hún var um 5 ára göm­ul þar til hún var tæp­lega 18 ára og fékk upp­reist æru 16. sept­em­ber síðastliðinn, ýti á eftir einhverjum breytingum er varða uppreista æru.

Stundin greindi frá málinu í morgun.

Maður­inn fékk uppreista æru sama dag og Robert Downey en hann var dæmd­ur í 5 og hálfs árs fang­elsi fyr­ir brot­in árið 2004 og gert að greiða stúlk­unni eina og hálfa millj­ón króna í miska­bæt­ur. Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hafði vegna kyn­ferðis­brota gegn barni á þess­um tíma, en Hæstirétt­ur taldi ein­sýnt að maður­inn hefði gerst sek­ur um „grófa kyn­ferðis­lega mis­notk­un gagn­vart kær­anda sem stóð yfir í lang­an tíma, eða um 12 ár allt frá unga aldri henn­ar“. Maður­inn hefði mis­notað frek­lega vald sitt yfir henni sem stjúp­faðir og valdið henni djúp­stæðum skaða.

Eru aðallega að skoða starfsréttindi 

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur fundað nokkrum sinnum síðan kynferðisafbrotamaðurinn Robert Downey fékk uppreist æru í vor. Brynjar segir að nefndin sé aðallega að skoða starfsréttindi manna, ekki að menn fái sín borgaralegu réttindi.

„Ég held að menn séu nokkuð sammála um að halda því áfram. Ef maðurinn er búinn að afplána og uppfyllir skilyrði að öðru leyti þá held ég að það sé ekki stóra málið hvaða brot hann framdi eða hversu mikla refsingu hann fékk, að mínu mati,“ segir Brynjar í samtali við mbl.is.

Brynjar segir þetta frekar snúast um hvaða störf menn geta unnið við eftir að hafa verið dæmdir fyrir brot eins og þetta. „Til að mynda ef lækn­ir hef­ur þuklað á sjúk­ling­um, er þá rétt að hann fái rétt­indi? Eða lögmaður sem hef­ur brotið af sér og er að sýsla í slík­um brot­um,“ sagði Brynjar fyrr í sumar.

Spurning um annan búning

Að mati Brynjars er starfsvettvangurinn lykilatriði þegar skoðaðar eru breytingar á löggjöfinni, ekki að menn sem framið hafi alvarleg brot eigi ekki afturkvæmt í samfélagið. 

„Þetta mál breytir engu hvað þetta varðar; uppreist æru. Þó að mönnum finnist það nafn asnalegt eða ekki viðeigandi enda kannski ekki stjórnvöld sem reisa upp æru manna. Þetta er bara spurning um að hafa annan búning á þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert