Leið 6 verði stytt og tíðnin aukin

Jóhannes segir Strætó vilja halda í tenginguna á milli Grafarvogs …
Jóhannes segir Strætó vilja halda í tenginguna á milli Grafarvogs og Mosfellsbæjar, en minnka tíðni ferða. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er í sam­ræmi við þá stefnu sem sett hef­ur verið, bæði að auka þjón­ust­una og færa okk­ur inn í það hvernig borg­ar­lín­an verður,“ seg­ir Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, um til­lögu Strætó bs. sem lögð var fram á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar í vik­unni, sem snýr að því að stytta leið 6 og setja á fót nýja leið 6a.

Leið 6 hef­ur ekið frá Hlemmi, á 15 mín­útna fresti á virk­um dög­um, niður á Lækj­ar­torg, fram hjá Há­skóla Íslands, Miklu­braut­ina upp í Grafar­vog og þaðan upp í Há­holt í Mos­fells­bæ. Breyt­ing­in yrði sú að leið 6 færi á 10 mín­útna tíðni og enda­stöðin yrði við Eg­ils­höll. Þar tæki 6a við sem færi upp í Mos­fells­bæ, en hún yrði á minni tíðni. Með nýju leiðinni yrði Helga­fells­hverfið í Mos­fells­bæ jafn­framt tengt við Grafar­vog­inn.

Er þetta í takt við breyt­ing­ar sem gerðar voru á leið 1 á síðasta ári þegar hún var sett á 10 mín­útna tíðni. „Þetta er ein­hvers kon­ar hæg aðlög­un í borg­ar­línu­mál­um. Við töluðum þá um að setja næst­stærstu leiðina líka á 10 mín­útna tíðni, sem er leið 6. Við höf­um verið að vinna að því að finna ein­hverj­ar til­lög­ur og þetta er ein. Að leið 6 fari á 10 mín­útna tíðni og stoppi í Grafar­vog­in­um og að teng­ing­in upp í Mos­fells­bæ, sem hingað til hef­ur verið leið 6, verði leið 6a á minni tíðni.“

Færri farþegar en teng­ing­in mik­il­væg

Jó­hann­es seg­ir mun minni farþega­notk­un frá Grafar­vogi upp í Mos­fells­bæ og til baka, en á hinum hlut­um leiðar­inn­ar. En teng­ing­in sé engu að síður mik­il­væg. „Þetta er gert til að halda þess­ari teng­ingu. Það er mikið tóm­stund­astarf sem fer fram í Eg­ils­höll og marg­ir sækja, svo er það Borg­ar­holts­skóli og nem­end­ur sækja hann líka úr Mos­fells­bæ. Þess vegna vilj­um við halda áfram teng­ing­unni, en minnk­um tíðnina.“

Enn er þó um til­lögu að ræða, sem ekki kem­ur til fram­kvæmd­ar al­veg á næst­unni. „Þetta kem­ur ekki til fram­kvæmd­ar fyrr en til­lag­an er búin að fara í gegn­um allt samþykkt­ar­ferlið,“ seg­ir Jó­hann­es. 

Til­lag­an fór fyr­ir stjórn Strætó í dag þar sem hún var samþykkt, og var hún í kjöl­farið send til stjórn­ar sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu, sem mun taka sína ákvörðun á næst­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert